Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings

Höfundar

  • Sigrún Harðardóttir Háskóli Íslands
  • Guðrún Kristinsdóttir Háskóli Íslands

Lykilorð:

Framhaldsskóli, námserfiðleikar, sjónarhorn áhættu og seiglu, stuðningur foreldra, stuðningur skóla

Útdráttur

Hér er greint frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem ætlað var að varpa ljósi á hvað nemendur með námserfiðleika telja að hafi haft áhrif á námsárangur þeirra. Byggt er á vistfræðikenningu Bronfenbrenners um gagnvirk áhrif foreldra, skóla og samfélags á þroska og aðlögun barna, og á öðrum rannsóknum sem sýna hvað hefur áhrif á líðan nemenda með námserfiðleika og námsframvindu þeirra. Tekin voru viðtöl við tíu ungmenni sem áttu við námserfiðleika að stríða alla skólagönguna en náðu þrátt fyrir það að ljúka námi í framhaldsskóla. Sjónarmið nemenda sjálfra eru nú í auknum mæli talin mikilvæg og viðtalsrannsóknir undanfarinna ára sýna að mörg börn og ungmenni tjá sig vel um eigin reynslu. Í viðtölunum komu fram þrjú meginatriði: a) Erfiðleikar við að fá námsvandann viðurkenndan, b) tilhneiging til að aðgreina nemendur og flokka, og c) hvatning og stuðningur foreldra og skóla sem stuðlaði að seiglu og velgengni í námi. Seigla sem nemendur komu sér upp með stuðningi í nærumhverfinu virtist ráða mestu um aukna trú ungmennanna á eigin getu.

Um höfund (biographies)

Sigrún Harðardóttir, Háskóli Íslands

Sigrún Harðardóttir ( sighar@hi.is ) er lektor í félagsráðgjöf vi ð Háskóla Íslands. Hún lauk BA - prófi í uppeldisfræ ði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 1988, starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 1989, námi í náms - og starfsráðgjöf ári ð 1993, uppeldis - og kennslufræðinámi árið 1994, meistaraprófi í félagsráðgjöf (MSW) árið 2005 og doktorsprófi í félagsráðgjöf árið 2014. Rannsóknarsvið höfundar snúa að brotthvarfi úr framhaldsskólum, sálfélagslegri líðan nemenda og úrræðum innan skóla. Hún er ritstjóri Tímarits félagsráð gjafa,

Guðrún Kristinsdóttir, Háskóli Íslands

Guðrún Kristinsdóttir ( gkristd@hi.is ) er prófessor í menntunarfræðum viðHáskóla Íslands og Associate Fellow viðUniversity of Warwick í Englandi. Rannsóknir hennar beinast einkum aðhag og aðstæðum barna. Bókin Ofbeldi á heimili: Með augum barna, sem Guðrún ritstýrði, hlaut Fjöruverðlaunin 2015 og sama ár viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Guðrún átti frumkvæði aðstofnun Samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís - Forsa; og einnig aðstofnun Rannsóknarstofu í bernsku - og æskulýðs fræðum, BÆR , og situr í stjórn hennar . Guðrún hefur lengi tekið þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Hún situr í ritstjórn tímaritsins Nordic Social Work Research.

Niðurhal

Útgefið

2016-11-14

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar