Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók

Höfundar

  • Atli Harðarson

Lykilorð:

Dewey, Lýðræði og menntun, saga menntunar, menntastefna, verkhyggja, tæknihyggja

Útdráttur

Bókin Lýðræði og menntun (Democracy and education) er höfuðrit Johns Dewey (1859–1952) um heimspeki menntunar. Hún kom fyrst út árið 1916 og á því aldarafmæli. Í þessari grein er gerð tilraun til að skilja þetta verk og setja í hugmyndasögulegt samhengi. Í þau hundrað ár sem liðin eru frá útkomu Lýðræðis og menntunar hafa hugmyndir Deweys lifað í draumum fólks um betri skóla. Menntastefna hans hefur þó haft lítil áhrif í raun. Þetta skýrist að nokkru leyti af því að heimspekihefðirnar sem hann tók í arf og gerði að sínum fóru halloka þegar leið á tuttugustu öldina. Önnur skýring sem ekki skiptir síður máli er að þeir sem réðu ferðinni í skólamálum sættu sig ekki óvissuna og þau mannlegu takmörk sem Dewey benti á að væru óhjákvæmilega hlutskipti okkar. Stefna hans stangaðist á við tæknihyggju sem átti vaxandi fylgi að fagna. Hugsjón hans um skóla vinnugleðinnar mátti því víkja fyrir sjónarmiðum þeirra sem vildu öryggi, skipulag, miðstýringu og fyrirframákveðin markmið.

Niðurhal

Útgefið

2016-11-14

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar