Einstæðir foreldrar af erlendum uppruna á Íslandi: Reynsla af daglegu lífi og skólagöngu barna þeirra

Höfundar

  • Fuihui Chen
  • Hanna Ragnarsdóttir

Lykilorð:

Ísland, einstætt foreldri, innflytjandi, aðlögun, togstreita milli vinnu og fjölskyldu, félagslegt stuðningskerfi

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að kanna aðstæður einstæðra foreldra í hópi innflytjenda
á Íslandi, ferli aðlögunar þeirra að íslensku samfélagi og reynslu barna
þeirra af menntun. Rannsóknin er eigindleg og gagnasöfnun fór fram með
viðtölum. Ellefu þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki. Gagna var aflað
árið 2012 í hálfskipulögðum djúpviðtölum. Gildi rannsóknarinnar er fyrst og
fremst að ljá minnihlutahópi rödd, en jafnframt að veita íslensku samfélagi og
skólakerfi mikilvægar upplýsingar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess
að fjölskyldurnar og börnin þeirra hafi í upphafi lent í erfiðleikum í samfélaginu
og skólunum, m.a. tengdum jaðarstöðu og mismunun. Félagslegur stuðningur,
svo sem frá félagslegum netum, fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu og frá
stuðningskerfum skóla hafa jákvæð áhrif á líf fjölskyldnanna. Allir foreldrarnir
sem tóku þátt í rannsókninni geta framfleytt sjálfum sér og fjölskyldum sínum
með launum og fjárhagsstuðningi frá ríkinu. Allir þátttakendurnir í rannsókninni
hafa áhyggjur af því að ná ekki að viðhalda móðurmáli barna sinna en leggja
fyrst og fremst áherslu á að börnin læri íslensku. Ákveðið bil á milli heimilis og
skóla kemur einnig fram í niðurstöðum, en flestum börnum í rannsókninni
fannst þau vera skilin útundan í íslenskum skólum, sér í lagi fyrstu mánuðina í
skólanum þar sem þeim var hafnað af vinahópum íslenskra barna.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-14

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar