„… rosa mikilvægt, því þið eruð að gefa ykkur tíma í að tala við okkur“ Vörðuvika – Tilraun til leiðsagnarmats
Höfundar
Ívar Rafn Jónsson
Birgir Jónsson
Útdráttur
Í þessari grein segja höfundar, annar kennari í sálfræði og hinn í sögu, frá aðferð sem þeir þróuðu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sem þeir kenna við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Verkefnið snýst um að auka samtal á milli nemenda og kennara með aðferð sem höfundar kalla vörðuvikur. Í vörðuvikum bjóða kennarar upp á viðtöl þar sem nemandi og kennari fá tækifæri til að tala saman um stöðu nemandans í náminu og móta hugmyndir um næstu skref. Til að meta árangurinn af þessu tilraunastarfi tóku höfundar rýniviðtal við hóp nemenda sem lýsti reynslu sinni af verkefninu og kom með hugmyndir um hvernig þróa mætti aðferðina frekar. Höfundar lýsa því hvernig þeir skipulögðu og framkvæmdu vörðuvikur og gera grein fyrir helstu niðurstöðum úr viðtalinu við rýnihópinn. Með hliðsjón af þeim niðurstöðum velta þeir upp spurningum um gildi einkunna í námsmati og þann lærdóm sem þeir og aðrir kennarar geta dregið af verkefninu, sérstaklega hvort kennarar gefi sér nægan tíma og svigrúm til að tala við nemendur sína um nám þeirra.