Nokkur íslensk orðtök
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.5Útdráttur
Í greininni er fjallað um nokkur valin íslensk orðtök. Í inngangi eru nefnd helstu greinar og rit sem fjallað hafa um sama efni. Um orðtök hafa verið notuð ýmis heiti og eru þau skýrð í öðrum kafla. Einkum hefur orðunum orðtök og málshættir verið ruglað saman. Þriðji kafli er síðan meginkafli greinarinnar og skipist hann í þrennt. Í undirkaflanum 3.1 er rætt um nokkur orðtök sem vísa til líkama og líkamshluta (enni, eyra, fótur, hjarta, höfuð, kné, lófi, rass, skegg, tár). Í 3.2. eru valin nokkur orðtök sem vísa í búskap, heimilishald og fatnað (dúkur, diskur, hanski, horn, kaka, roð, skel, spónn, skyr, tagl) og í 3.3. er rætt um nokkur þekkt orðtök úr ýmsum áttum. Vandi var að velja úr þeim aragrúa sem til er af íslenskum orðtökum og ný bætast við jafnt og þétt sem enn á eftir að safna og fjalla um. Orðtök lífga málið og mörg þeirra opna sýn inn í liðna tíma.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).