Leikskólabörn og tungumálastefna fjölbreyttra fjölskyldna þeirra: Notkun tungumála í tví- og fjöltyngdum fjölskyldum

Höfundar

  • Hanna Ragnarsdóttir

Lykilorð:

Tungumálastefna fjölskyldna, tví- og fjöltyngi, leikskólar, starfshættir

Útdráttur

Með fjölgun íbúa af erlendum uppruna í íslensku samfélagi undanfarin ár hefur tungumálum barna í skólum jafnframt fjölgað. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á tungumálastefnur fjöltyngdra fjölskyldna á Íslandi, aðferðir sem fjölskyldur nýta við að kenna börnum sínum tungumál, og áskoranir og tækifæri sem foreldrar upplifa í tengslum við fjöltyngi barna sinna. Verkefnið er eigindleg rannsókn með níu tví- og fjöltyngdum fjölskyldum með innflytjendabakgrunn
og leikskólum barna þeirra. Fjölskyldurnar voru valdar með markmiðsúrtaki
í þremur sveitarfélögum á Suður- og Suðvesturlandi á grundvelli upplýsinga frá leikskólum. Sveitarfélögin voru valin til að endurspegla ólíka staðsetningu og menntastefnu á Íslandi. Gögnum fyrir þessa grein var safnað frá 2020 til 2021 með hálfskipulögðum viðtölum við alls tíu foreldra í níu fjölskyldum og fjóra skólastjóra í þremur leikskólum sem börnin sóttu. Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að foreldrar hafi þróað skýrar tungumálastefnur sem þeir innleiða á skipulegan og fjölbreyttan hátt. Þeir taka virkan þátt í að velja hvaða tungumál þeir nota og kenna börnum sínum, auk þess að velja margvíslegt námsefni við hæfi og móðurmálsnámskeið.

Lykilorð: Tungumálastefna fjölskyldna, tví- og fjöltyngi, leikskólar, starfshættir.

Niðurhal

Útgefið

2023-03-16