Gylltar verur þjást og deyja: Ljóst hár og yfirjarðneskir eiginleikar kvenna í ljóðum Emily Dickinson

Höfundar

  • Gregory Alan Phipps

Lykilorð:

Emily Dickinson, leikur/túlkun, ljóst hár, kvenleiki, dægurmenning

Útdráttur

Í ljóðum sínum fæst Emily Dickinson við þær mótsagnir og tvíhyggju sem fólust í almennum hugmyndum um ljóst hár á nítjándu öld. Ljóst hár var samkvæmt hefð tengt hugmyndum um kvenlegt sakleysi, fullkomnun og yfirjarðneska eiginleika en um miðja nítjándu öld öðlaðist þessi háralitur nýjar og mótsagnakenndar merkingar í bandarískri dægurmenningu þar sem hann tengdist grófum efnislegum veruleika og líkamstjáningu. Í greininni er fjallað um þessar breytingar út frá tveimur af ljóðum Dickinson, „The Moon was but a Chin of Gold“ og „You’ve seen Balloons set – Hav’nt You?“, þar sem dregin er upp mynd af ljósu hári og kvenlegri túlkun. Sett
eru fram rök fyrir því að Dickinson ýki kraftmikið samspil mótsagnakenndra
hugmynda um ljóst hár og fangi um leið hugmyndir um himneskan hreinleika og nautnalega túlkun sem vinna saman og hvor gegn annarri.

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar