Forstjóraráðningar í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum: Kynjahalli, útilokun og ófagleg ráðningarferli?

Höfundar

  • Þóra H. Christiansen
  • Ásta Dís Óladóttir
  • Erla S. Kristjánsdóttir
  • Sigrún Gunnarsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2021.17.1.5

Lykilorð:

Arftakaáætlun, fjölbreytileiki, inngilding, ráðningar forstjóra, skráð félög.

Útdráttur

Ísland telst leiðandi á heimsvísu í jafnrétti kynjanna, þrátt fyrir það er staðan ójöfn hjá félögum sem teljast þjóðhagslega mikilvæg, þ.e. skráðum félögum. Karlar eru forstjórar allra 19 félaganna sem skráð eru á markað og gegna stjórnarformennsku í þeim öllum utan einu. Rannsóknin beinir sjónum að ráðningarferli forstjóra skráðra félaga og hvers vegna fjölgun kvenna í stjórnum hefur ekki leitt til fjölgunar kvenna í forstjórastöðum. Rannsóknarspurningin sem liggur til grundvallar er: Hvernig upplifa konur sem sitja í stjórnum skráðra félaga ráðningarferli forstjóra með tilliti til möguleika karla og kvenna á því að hljóta starfið? Tekin voru viðtöl við 22 konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi. Niðurstöður leiða í ljós óánægju með ríkjandi ráðningarvenjur sem stjórnarkonur upplifa sem mjög lokað ferli. Mikið er treyst á tengslanet stjórnarmanna og lista frá ráðningarstofum sem sinna stjórnendaleit. Slík ráðningarferli eru útilokandi fyrir konur og upplifa sumir viðmælendur togstreitu vegna eigin þátttöku í ferlinu. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í fyrsta sinn er rætt við konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi og viðhorf þeirra og upplifun af ráðningarferli í æðstu stjórnunarstöður dregið fram og það borið saman við nýjar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og fjölbreytileika í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum, sem taka gildi 1. júlí 2021.

Um höfund (biographies)

Þóra H. Christiansen

Aðjúnkt, viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands.

Ásta Dís Óladóttir

Dósent, viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Prófessor, viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands.

Sigrún Gunnarsdóttir

Prófessor, viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.06.2021

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)