Kynferðisleg áreitni á vinnustað: Aðgerðir, aðgerðaleysi og leiðin fram á við

Höfundar

  • Gyða Margrét Pétursdóttir
  • Kristín Anna Hjálmarsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.1.5

Lykilorð:

Kynferðisleg áreitni, aðgerðir, viðnám, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Útdráttur

Í kjölfar íslensku #Metoo-hreyfingarinnar hefur verið kallað eftir úrbótum og leiðum til að útrýma kynferðislegri áreitni, einni birtingarmynd kynbundinnar mismununar. Sátt virðist ríkja um að skýr stefna, verklagsreglur og fræðsla séu lykillinn að árangri. Engu að síður sýna rannsóknir að jafnréttisverkefni mæta gjarnan mótstöðu og viðnámi. Hér er fjallað um niðurstöður aðgerðarannsóknar sem framkvæmd var hjá embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sjónum beint að formlegu og óformlegu viðnámi til að greina hindranir og tækifæri í jafnréttisstarfi sem ætlað er að stemma stigu við kynferðislegri áreitni. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt; í fyrsta lagi kortlagning á stöðu mála og í öðru lagi fræðsla meðal starfsfólks. Í greininni er sérstök áhersla lögð á viðbrögð við og reynslu af svokölluðum umræðuvettvangi sem ætlað er að fræða og vekja til vitundar og tilheyrði seinni hluta rannsóknar. Viðnám birtist með ýmsum hætti í rannsókninni. Tilhneiging var til þess að varpa ábyrgðinni annað, bjargir voru takmarkaðar þegar á reyndi og tilhneiging var til þess að einblína á þátt einstakra einstaklinga í stað þess að sjá kynferðislega áreitni sem hluta af vinnumenningu. Á umræðuvettvangi gafst tækifæri til að rýna í þessar birtingarmyndir viðnáms, fræða og vekja til vitundar um ólíkar birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni. Niðurstöðurnar geta nýst öðrum fyrirtækjum og stofnunum til að skipuleggja og innleiða slík jafnréttisverkefni með markvissari hætti.

Um höfund (biographies)

Gyða Margrét Pétursdóttir

Dósent í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Háskóli Íslands.

Kristín Anna Hjálmarsdóttir

MA í kynjafræði, sjálfstætt starfandi fræðimaður.

Niðurhal

Útgefið

17.06.2019

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar