Þjónandi forysta og rannsóknir hér á landi

Höfundar

  • Sigrún Gunnarsdóttir
  • Birna Gerður Jónsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.8

Lykilorð:

Þjónandi forysta, innri starfshvöt, traust, vald.

Útdráttur

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem varpar nýju ljósi á kenningar í stjórnunar- og leiðtogafræðum. Einstakar áherslur hennar eru þjónusta með siðfræði og ábyrgð sem grunnstoðir og hagsmuni heildar framar þrengri hagsmunum. Upphafsmaður hugmyndafræðinnar er Robert K. Greenleaf. Helstu einkenni þjónandi leiðtoga er einlægur áhugi á högum annarra, innri styrkur og framtíðarsýn. Rannsóknum um efnið hefur fjölgað undanfarin ár og sýna niðurstöður að hugmyndafræðin hefur jákvæð áhrif á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og árangur þeirra, líðan starfsfólks og traust í samskiptum. Samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna á hugmyndafræðin ríkt erindi í íslensku samfélagi. Til að kanna þetta nánar voru gerðar átta kannanir á mismunandi vinnustöðum hér á landi á árunum 2008 – 2012. Viðhorf starfsfólks til þjónandi forystu næsta yfirmanns voru metin með nýju hollensku mælitæki, SLS. Starfsánægja var metin og könnuð tengsl hennar við mat starfsfólks á þjónandi forystu. Birtar eru helstu niðurstöður sem sýna að starfsfólk metur þjónandi forystu almennt all nokkra og mesta vægi fá þættirnir efling og ábyrgð í fari næsta yfirmanns. Starfsánægja var almennt mikil og var marktækt tengd þjónandi forystu og samræmist það erlendum niðurstöðum. Jákvæðar niðurstöður íslensku kannananna gefa fyrirheit um árangursríka stjórnunarhætti á vinnustöðum hér á landi en unnið er að frekari rýni og samanburði við erlendar niðurstöður.

Um höfund (biographies)

Sigrún Gunnarsdóttir

Dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Birna Gerður Jónsdóttir

MS, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2013

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)