Ímynd ESB meðal íslenskra kjósenda og mikilvægi áhersluþátta í umræðunni um aðild

Höfundar

  • Friðrik Eysteinsson
  • Dagbjört Ágústa H. Diego
  • Kári Kristinsson

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.15

Lykilorð:

Ímynd, ESB, áherslur.

Útdráttur

Íslendingar sóttu um aðild að ESB árið 2009 en gert var hlé á viðræðum um umsókn árið 2013 þegar ný ríkisstjórn tók við völdum. ESB og möguleg aðild að sambandinu hefur verið bitbein hjá þjóðinni í fjölmörg ár. Í því ljósi þótti höfundum áhugavert að skoða hver væri munurinn á ímynd sambandsins eftir afstöðu kjósenda til inngöngu í það og / eða eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósa og hversu miklu máli áhersluþættir umræðunnar um aðild skipta þá. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Þýðið var kosningabært fólk á Íslandi. Notast var við hentugleikaúrtak meðal nemenda Háskóla Íslands, vina á Fésbókinni og annarra aðila. Ímynd ESB meðal þeirra, sem eru hlynntir ESB aðild og / eða eru kjósendur stjórnmálaflokka sem eru fylgjandi aðild, er betri gagnvart þeim ímyndarþáttum sem hægt væri að flokka sem jákvæða. Ímynd þeirra, sem eru andstæðingar aðildar eða kjósendur stjórnmálaflokka, sem eru það, er betri gagnvart þeim ímyndarþáttum sem hægt væri að flokka sem neikvæða. Þeir þættir, sem eru notaðir í málflutningi aðildarsinna, skipta þá meira máli sem eru hlynntir inngöngu í ESB en þeir þættir, sem gjarnan eru notaðir í málflutningi andstæðinga aðildar, skipta þá meira máli sem eru á móti aðild.

Um höfund (biographies)

Friðrik Eysteinsson

Fv. aðjunkt, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Dagbjört Ágústa H. Diego

MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Kári Kristinsson

Lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2013

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar