Þekkingarmiðlun í stjórnsýslu sveitarfélaga
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.8Lykilorð:
Sveitarfélög, þekkingarstjórnun, miðlun þekkingar, vinnustaðamenning.Útdráttur
Markmið greinarinnar er að öðlast yfirsýn yfir þekkingarstjórnun í stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga, með sérstakri áherslu á þekkingarmiðlun. Rafræn könnun var lögð fyrir starfsmenn stjórnsýslu sveitarfélaga sem hafa fleiri en 1500 íbúa, að Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði undanskildum. Alls svöruðu 385 einstaklingar og svarhlutfall því 63,3%. Einnig voru tekin fimm viðtöl við lykilstarfsmenn hjá sveitarfélögum. Helstu niðurstöður eru þær að hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga er ekki skýr stefnumótun sem styður við þekkingarmiðlun þó svo að margar aðferðir þekkingarstjórnunar séu til staðar í einhverjum mæli. Stærri sveitarfélög hafa tekið fleiri þætti þekkingarstjórnunar í notkun en minni sveitarfélög. Vinnustaðamenning styður á vissan hátt við þekkingarmiðlun en stefnumiðaða innleiðingu vantar. Jákvæð fylgni er á milli hvatningar stjórnenda til að miðla þekkingu og þeirrar þekkingarmiðlunar sem á sér stað sem og á milli vinnustaðamenningar og þekkingarmiðlunar. Að lokum telja svarendur að sveitarfélögin gætu veitt betri þjónustu ef þekkingarmiðlun væri meiri og markvissari.Niðurhal
Útgefið
15.12.2012
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.