Lífskjör og réttlæti
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.10Lykilorð:
Lífskjör, réttlæti, sjálfbærni, John Rawls, Amartya Sen.Útdráttur
Mælikvarði á lífskjör verður að vera næmur á réttlæti. Lífskjör batna með auknu réttlæti jafnvel þótt aðgangur að efnislegum gæðum skerðist. Þar sem réttlæti varðar ekki einungis innbyrðis stöðu þeirra sem nú lifa heldur nær einnig til komandi kynslóða, þá verður mælikvarði á lífskjör að vera næmur á sjálfbærni samfélagsins. Þetta er sláandi niðurstaða fyrir íslenskt samfélag við upphaf 21. aldarinnar, samfélag sem er eitt hið ósjálfbærasta í heimi. Kannski er helsta ógnin við boðleg lífskjör á Íslandi við upphaf 21. aldar sú staðreynd að venjulegt líf byggist á því að freklega er gengið á hlut annarra.Niðurhal
Útgefið
15.06.2012
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.