Peningastefnunefnd í sjö ár

Höfundar

  • Karen Áslaug Vignisdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.b.2016.13.2.2

Lykilorð:

Seðlabankar, peningastefna, peningastefnunefnd, atkvæðagreiðslur.

Útdráttur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur starfað í meira en sjö ár. Þegar umgjörð peningamála var breytt með lagabreytingu árið 2009 sem kvað á um skipan peningastefnunefndarinnar var alþjóðleg reynsla af tilhögun ákvörðunartöku í peningamálum höfð til hliðsjónar. Jafnframt voru gerðar breytingar er miðuðu að auknu gagnsæi og trúverðugleika peningastefnunnar. Athugun á atkvæðagreiðslum peningastefnunefndar á tímabilinu 2009-2015 leiðir í ljós að ólík sjónarmið hafi verið til staðar innan nefndarinnar. Ekki náðist full samstaða í hátt í helmingi atkvæðagreiðslna, í þriðjungi tilvika kaus einn nefndarmaður gegn meirihlutanum og í tæplega sjöttungi tilvika voru tveir nefndarmenn í minnihluta. Þegar um er að ræða ágreining í nefndinni samanstendur meirihlutinn oftar af bæði innri og ytri nefndarmönnum heldur en eingöngu innri nefndarmönnum. Samsetning minnihlutans á vaxtaákvörðunarfundum hefur jafnframt verið nokkuð breytileg á tímabilinu. Atkvæðaskipting peningastefnunefndar virðist vera svipuð því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar sem eru með svipað fyrirkomulag. Breytt tilhögun ákvarðanatöku í peningamálum virðist hafa skilað árangri. Þjóðarbúskapurinn hefur náð sér á strik í kjölfar fjármálakreppunnar og verið í betra jafnvægi. Verðbólga hefur verið undir verðbólgumarkmiði bankans um tveggja og hálfs árs skeið og langtímaverðbólguvæntingar hafa þokast niður á við. Ætla má að árangur peningastefnunnar undanfarin ár hafi átt þátt í að skapa þeim traustari kjölfestu en áður. Aðrir ólíkir þættir hafa þó einnig gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagsbata undanfarinna ára.

Um höfund (biography)

Karen Áslaug Vignisdóttir

Seðlabanki Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.12.2016

Tölublað

Kafli

Almennar greinar og ræður