Skapandi greinar - listsköpun eða viðskipti?
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.2Lykilorð:
Skapandi greinar, menning, hönnun, tónlist, tölvuleikir.Útdráttur
Hugtakið creative industries hefur verið þýtt sem skapandi greinar á íslensku. Í hugmyndinni um skapandi greinar sameinast áhersla á listsköpun og viðskipti. Fræðileg umfjöllun um hugtakið skapandi greinar gefur til kynna að togstreita sé á milli þessara tveggja þátta, sköpunarinnar og viðskiptanna, sem báðir eru nauðsynlegir eiginleikar skapandi greina. Í þessari grein er leitast við að greina viðhorf einstaklinga í skapandi greinum til hugtaksins og umhverfis skapandi greina á Íslandi. Byggt er á níu viðtölum við einstaklinga innan hönnunar-, tónlistar- og tölvuleikja geirans. Greining viðtala bendir til þess að togstreitan á milli listsköpunar og viðskipta birtist í því að tölvuleikjageirinn á erfitt með að skilgreina sig sem skapandi grein, enda virðist hugtakið skapandi greinar, eins og það er notað á Íslandi, fyrst og fremst vísa til listræna hluta hugtaksins. Viðhorfsmunurinn birtist einnig í umræðu um fjármögnun og mannauð í skapandi greinum. Í tölvuleikjageiranum er skortur á menntuðu vinnuafli. Í hönnunar- og tónlistargeiranum eru hins vegar vísbendingar um að offramboð á fólki sé að ræða og þar lögðu viðmælendur einnig áherslu á aðgengi einstaklinga að styrkjum og sjóðum fremur en fjármögnun fyrirtækja líkt og í tölvuleikjageiranum. Allar greinarnar áttu það þó sameiginlegt að telja að rekstrarumhverfi í skapandi greinum væri með þeim hætti að fyrirtæki með vaxtarmöguleika flytji sig úr landi. Niðurstöður greinarinnar eru þær að áhersla innan skapandi greina á Íslandi hallist að listræna hluta skapandi greina, með þeim afleiðingum að hagnaðardrifin fyrirtæki eins og í tölvuleikjageiranum eigi erfiðara með að finna sig innan hugtaksins. Í stefnumótun í málaflokknum þarf að taka tillit til þeirrar togstreitu sem er á milli listrænna gilda og viðskipta.Niðurhal
Útgefið
19.12.2022
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.