Reynsla stjórnarkvenna af forystuhæfni, tengslaneti og stuðningi við konur til að gegna forstjórastöðu

Höfundar

  • Ásta Dís Óladóttir
  • Sigrún Gunnarsdóttir
  • Þóra H. Christiansen
  • Erla S. Kristjánsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.1

Lykilorð:

Árangursrík forysta, skráð félög, stjórnir, stuðningur, tengslanet, konur.

Útdráttur

Þrátt fyrir ýmsar formlegar og kerfislægar framfarir á undanförnum árum til þess að jafna kynjamun hér á landi, eru aðeins þrjár konur forstjórar í skráðum félögum árið 2022, á móti 19 körlum. Tvær þeirra voru forstjórar sinna félaga er þau voru skráð á markað, en Ásta S. Fjeldsted var ráðin forstjóri í skráðu félagi þann 7. september 2022, eftir auglýsingu. Nýleg rannsókn hér á landi leiddi í ljós upplifun stjórnarkvenna skráðra félaga af valdaleysi og skorti á fagmennsku í tengslum við ráðningar forstjóra. Samkvæmt fyrri rannsóknum snýr forystuhæfni forstjóra sem tengist fjárhagslegum árangri fyrirtækja einkum að staðfestu, félagslegri færni og auðmýkt, en fáar rannsóknir varpa ljósi á mat á forystuhæfni kvenna til þess að gegna æðstu stjórnunarstöðum. Þessi rannsókn beinir sjónum að upplifun stjórnarkvenna, sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga hér á landi, af mati á forystuhæfni kvenna til þess að gegna forstjórastöðum í skráðum félögum, og af áhrifum tengslanets og stuðnings við konur á ferli og útkomu ráðninga í forstjórastöður í skráðum félögum. Tekin voru viðtöl við 22 konur sem eiga sæti í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi og rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: Hver er reynsla stjórnarkvenna í skráðum félögum af því hvað hefur áhrif á mat á hæfni kvenna til að gegna starfi forstjóra í skráðu félagi? Niðurstöðurnar sýna að stjórnarkonur telja konur hæfar til að gegna forstjórastöðunni, en þegar til ráðninga forstjóra skráðra félaga kemur eru þær þó ekki ráðnar til starfanna þar sem áhrif karla, tengslanet og íhaldssamar staðalímyndir af forystuhæfni kvenna og árangursríkri forystu virðast ráða ákvörðunum, og þar með aukast líkur á því að horft sé fram hjá hæfum konum við forstjóraval. Í niðurstöðunum felast skilaboð um tækifæri fyrir stjórnir skráðra félaga til þess að auka gæði ráðninga forstjóra og jafna kynjamun með auknum fjölbreytileika og með því að miða ráðningarnar við árangursríka hæfni til forystu.

Um höfund (biographies)

Ásta Dís Óladóttir

Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Sigrún Gunnarsdóttir

Prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þóra H. Christiansen

Aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2022

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar