Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja í fræðilegu og hagnýtu ljósi: Dæmi frá Íslandi

Höfundar

  • Runólfur Smári Steinþórsson
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.1.5

Lykilorð:

Stjórnarhættir fyrirtækja, umboðskenning, hagsmunaaðilakenning, lög og reglur, leiðbeiningar um stjórnarhætti.

Útdráttur

Stjórnarhættir fyrirtækja hafa fest sig í sessi sem sjálfstætt fag á síðustu áratugum. Fyrst í stað voru rannsóknir á stjórnarháttum afmarkaðar við þróun kenninga á þeim umboðs- og eftirlitsvanda sem varð til þegar eigendur fyrirtækja fóru að fá til sín atvinnustjórnendur til að veita fyrirtækjum forystu. Síðar fóru kenningar um stjórnarhætti að rýna í samskipti við fleiri hagsmunaaðila. Samhliða þróast lagaleg umgjörð stjórnarhátta og leiðbeiningar um stjórnarhætti ekki síst vegna þess að þau vandamál og sú áhætta sem er viðfangsefni stjórnarhátta birtist í raun og veru gegnum stórfelld tjón þegar fyrirtæki fóru að falla vegna misbrests í stjórnarháttum og umboðssvika. Þessi grein miðar að því gefa innsýn í fræðasviðið og þróun leiðbeininga um stjórnarhætti. Annars vegar er áherslan á fræðilegt yfirlit yfir rannsóknir á stjórnarháttum þar sem fjallað er um stjórnarhætti fyrirtækja út frá hluthöfum, hagsmunaaðilum, lagalegri hlið og út frá leiðbeiningum. Hins vegar er athyglinni beint að hinum hagnýta þætti stjórnarhátta þar sem gerð er könnunar rannsókn á þróun leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi. Skoðað er hvað það er sem leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja fjalla almennt um og síðan er rýnt í allar útgáfur af íslensku leiðbeiningum sem birtar hafa verið á síðustu 17 árum, en þær eru sex talsins. Fyrst í stað, frá 2004, var áherslan mest á leiðbeiningar varðandi hluthafa, stjórn og stjórnarmenn. Eftir hrun 2008 var lögð meiri áhersla á leiðbeiningar varðandi stjórnarmenn og upplýsingagjöf til samfélagsins samhliða því sem kveðið er nánar á um hlutverk stjórnar. Á síðustu árum hefur athyglin verið mest á þróun leiðbeininga varðandi starf undirnefnda stjórnar og stöðu þeirra nefnda gagnvart hluthöfum, stjórn og framkvæmdastjórn.

Um höfund (biographies)

Runólfur Smári Steinþórsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

28.06.2022

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar