Besta umbunin er að sjá eitthvað lifna: Upplifun sérfræðinga í ráðuneytum af ánægju í starfi

Höfundar

  • Sigrún Gunnarsdóttir
  • Erla Sólveig Kristjánsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.1

Lykilorð:

Sérfræðingar, ráðuneyti, starfsánægja, hvati til almannaþjónustu, þjónandi forysta.

Útdráttur

Starf ráðuneyta snertir alla landsmenn og sérfræðingar í ráðuneytum gegna mikilvægum skyldum gagnvart ráðherra og í verkefnum ráðuneyta. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta hér á landi og að þar þurfi að huga betur að stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum og umbótum innan stjórnsýslunnar en fyrir liggur takmörkuð þekking um reynslu sérfræðinga í starfi. Þess vegna er mikilvægt að skoða reynslu sérfræðinga í ráðuneytum sem starfa undir miklu álagi og kröfum til að auka skilning á því hvaða þættir tengjast starfsánægju þeirra. Tekin voru djúpviðtöl við sérfræðinga með langa starfsreynslu. Viðtöl voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Fjögur þemu spruttu upp úr gögnunum: 1) Besta umbunin er að sjá eitthvað lifna, 2) Það tekur töluvert á að hafa stjórnlyndan yfirmann, 3) Það eru kröfur, ofboðslegar kröfur á okkur, alltaf meiri og meiri kröfur, og 4) Fá oft ekki að blómstra. Helstu niðurstöður sýna að þrátt fyrir að vinna undir miklu álagi og tímapressu hafa sérfræðingarnir ástríðu fyrir starfinu og brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Þeir upplifa oft vantraust og skipulagsleysi, þekking þeirra nýtist oft ekki sem skyldi og þeir ná þess vegna ekki að blómstra í starfi. Rannsóknin veitir nýja sýn í störf sérfræðinga í ráðuneytum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæta þurfi skipulag og stjórnun innan ráðuneytanna með áherslu á aukinn stuðning við starfsmenn og að efla enn frekar innri starfshvöt og ábyrgðarskyldu.

Um höfund (biographies)

Sigrún Gunnarsdóttir

Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Erla Sólveig Kristjánsdóttir

Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

29.12.2020

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar