Tímarit
-
Íslenska þjóðfélagið
Íslenska þjóðfélaginu er ætlað að efla rannsóknir og fræðilega umræðu um íslenskt þjóðfélag sem tiltekið fræðilegt viðfangsefni. Megináhersla tímaritsins er á kenningarlega umræðu og aðferðafræði byggða á vísindalegum grunni.
Tímaritið er vettvangur fyrir fjölbreytilegar rannsóknir á íslenska þjóðfélaginu og hvatt er til framlags frá öllum greinum félagsvísinda sem hafa íslenskan félagsveruleika að viðfangsefni, til dæmis félagsfræði, afbrotafræði, mannfræði, þjóðfræði, stjórnmálafræði, kynjafræði, mennta- og uppeldisvísindum og fjölmiðlafræði.
Tímaritið er á lista yfir DOAJ-tímarit (Directory of Open Access Journals -http://www.doaj.org/) og er í opnum aðgangi samkvæmt CC by 4.0.
-
Milli Mála
Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.
-
Netla
Í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun eru birtar fræðilegar ritrýndar greinar á íslensku og ensku en einnig ritstýrðar frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál.
Sérrit Netlu eru ýmist þemabundin eða tengd ráðstefnum um menntavísindi.
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum CC BY 4.0
-
Stjórnmál og stjórnsýsla
Stjórnmál og stjórnsýsla (e. Icelandic Review of Politics and Administration) er vísindatímarit sem birtir niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun. Greinar með víðari skírskotun koma þó einnig til álita, einkum greinar sem uppfylla gæðaviðmið tímaritsins og beita samanburðaraðferðum eða gera grein fyrir kenningarlegum eða aðferðafræðilegum nýjungum. Tímaritið tekur við greinum stjórnmálafræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum sem fjalla um stjórnmál, opinbera stjórnsýslu og efni sem tengjast opinberri stefnumótun. Sjá nánar í leiðbeiningum til höfunda.
Tímaritið birtir greinar á ensku eða íslensku og er gefið út á vefformi tvisvar á ári; vorhefti um miðjan júní (í lok júní 2020) og hausthefti um miðjan desember. Prentuð útgáfa fræðigreina beggja tölublaða fyrra árs kemur úr í mars árið eftir. Skilafrestur greina er 1. apríl fyrir vorheftið og 1. október fyrir haustheftið. Skilafrestur vegna vorheftis 2023 er 11. apríl.
Tímaritið er öllum opið á netinu samkvæmt skilmálum Creative Commons BY (4.0). -
Tímarit um menntarannsóknir
Nýtt tímarit hefur tekið við af Tímariti um menntarannsóknir. Tímarit um uppeldi og menntun. -
Tímarit um uppeldi og menntun
Tímarit um uppeldi og menntun er fræðilegt tímarit á sviði menntavísinda, gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Félags um menntarannsóknir. Tímaritið kemur að jafnaði út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið.
Tímaritið er á lista yfir DOAJ - tímarit (Directory of Open Access Journals -http://www.doaj.org/) og er öllum opið samkvæmt skilmálum CC BY 4.0
-
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra aðila ásamt ritstjóra. ISSN nr. vefútgáfu er 1670-4851.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er gefið út tvisvar á ári, um miðjan júní og um miðjan desember. Skilafrestur greina er 1. apríl fyrir vorheftið og 1. október fyrir haustheftið. Vorið 2023 er skilafrestur greina þann 11. apríl. Sniðmát fyrir greinar má finna hér.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hefur umsjón með útgáfuferli tímaritsins. -
Uppeldi og menntun
Upppeldi og menntun er fyrst og fremst vettvangur fræðilegrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skólastarfi, en einnig fer þar fram umræða og skoðanaskipti um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir.
Nýtt tímarit hefur tekið við af Uppeldi og menntun. Tímarit um uppeldi og menntun.